Sunday, December 30, 2007

Pabbi á afmæli í dag!


Pabbi á afmæli og er orðinn 53ja ára! Ég gaf honum bjórkrús sem á stendur: KING. Hann var mjög ánægður með það, en hann og mamma eiga 31 árs brúðkaupsafmæli í dag og ég keypti alveg geggjað kort handa þeim í tilefni dagsins.

Það hefur verið brjálað veður í dag. Ég þurfti þó að hætta mér út í óveðrið til að viðra hann Fróða, eins og dyggur hundaeigandi gerir, sama hvernig viðrar. Ég keyrði beinustu leið á Geirsnef og leyfði honum að spretta þar aðeins úr spori. Á meðan tók ég myndir flóðinu sem hefur orðið við veginn og er að drekkja trjánum og gróðrinum þar í kring.


Ég klifraði uppá hól til að taka þessa mynd, en efst á myndinni má sjá hvernig áin er að flæða yfir bakka sína og við það að drekkja veginum, það hefur svo myndast eins konar fljót hinum megin við veginn og allt farið á kaf.


Hérna sést betur hvað vatnið er mikið og þetta er svakaleg djúpt líka!


Aumingja tréin sem eru komin á kaf!

Góð afsökun fyrir að henda skítapokanum ekki í ruslið!

Hér er svo mamma, sem steinsofnaði við að leysa krossgátur og Trítla með. En Trítla er þarna vel pökkuð inn þar sem það er komin sýking í skurðinn hennar og ég vildi ekki að hún væri að sleikja hann. Ég setti joð á hann og vonandi versnar þetta ekki. Þetta er þó bara sýking í húðinni og mjög staðbundin, ekkert alvarlegt.

Að lokum ein af prinsinum, en ég var að reyna að ná góðri mynd af honum.

Mamma er núna að horfa á einhverja rosa tónleika niðri og pabbi er í lazy boy-num. Eftir matinn í kvöld förum ég, Kári, Lára, María og Gísli að sjá I am Legend og vonandi höfum við gaman af.
Ég segi annars bara takk fyrir mig í bili og vonandi eigið þið góðan dag inni í hlýjunni.

4 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með pabba þinn :)
Ótrúlega flott mynd af Fróða :D
Leiðinlegt að heyra með Trítlu vonandi jafnar hún sig fljótt ég myndi setja á hana aloe propolis krem virkaði alla vega mjög vel þegar Sóldís fékk sýkingu í augað :)
Ég ætlaði að draga þig með mér í göngu áðan en það var slökkt á símanum þínum þannig ég fór bara ein með voffana rosa hressandi og ekkert kalt bara ágætt veður miðað við það sem ég bjóst við :)

Sjáumst

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Æ, var símaræksnið batteríslaust! Jæja, ég vona þú hafir samt átt góða göngu. Verðum bara að reyna aftur á morgun ;)
Ég prófa propolis kremið svo ;)
Kveðja, Helga

Anonymous said...

já til hamingju með pabba gamla ;D. Það var rosagaman hjá Davíð í gær og hann segir takk fyrir hamingjuóskirnar

Kv Fjóla

Hjalti said...

Helga Kolbeinsdóttir!
Hvað á það að þýða að vita ekki hvað pabbi er gamall? Hann er 54 ekki 53 :D
Flottar myndir af veginum og mömmu :D